Sport

Ægir með góða forystu

Ægir hefur góða forystu í bikarkeppninni í sundi fyrir lokadaginn í dag. Ægir er með 15.137 stig, Sundfélag Hafnarfjarðar er í öðru sæti með 13.391, ÍRB í þriðja með 12.676, KR er í fjórða, ÍA í fimmta og Óðinn rekur lestina með 10.896 stig. Eitt Íslandsmet var sett í gær þegar Anja Ríkey Jakobsdóttir, Ægi, synti 100 metra baksund á einni mínútu 4, 91 sekúndu. Fjölnir er með nauma forystu í annarri deild en Ægir-b er skammt undan. Keppni í fyrstu deild hefst laust fyrir fjögur í nýju Laugardalslauginni í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×