Sport

Arnar skoraði fyrir Lokeren

Belgíska liðið Lokeren sigraði Trans frá Eistlandi með tveimur mörkum gegn engu í Intertotokeppninni í knattspyrnu í gær. Arnar Grétarsson skoraði annað mark Lokeren. Skagamenn mæta finnska liðinu Inter Turku í þessari sömu keppni í dag. Hannes Þ Sigurðsson skoraði sigurmark Vikings þegar liðið sigraði Árna Gaut Arason og félaga í Vålerenga með tveimur mörkum gegn einu í norsku úrvalsedeildinni í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×