Sport

Slæm staða í Eistlandi

Íslenska karlalandsliðið í frjálsum íþróttum er í 7. og næstneðsta sæti í 2. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum í Tallin í Eistlandi eftir fyrri keppnisdaginn. Danir hafa forystu, eru með 59 stig, en Íslendingar hafa 30 stig og eru 16 stigum á eftir Lettum og Ísraelsmönnum sem eru jafnir í 5. sæti. Íslenska kvennalandsliðið er í 8. og neðsta sæti með 29 stig, sjö stigum á eftir ísraelska liðinu sem er í næstneðsta sæti. Litháar hafa forystu þegar keppni er hálfnuð, eru með 60 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×