Of fáir að skora mörkin 23. janúar 2005 00:01 Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið. Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum