Sport

Keppt um Suðurlandströllið 2005

Það verða hrikaleg átök á Selfossi og í Hveragerði í dag þegar öflugustu kraftajötnar landsins etja kappi um titilinn "Suðurlandströllið 2005". Keppnin er liður í mótaröðinni Sterkasti maður Íslands þar sem veitt verða verðlaun fyrir stigahæsta keppanda á mótum sumarsins. Sigurvegari síðustu keppni, Kristinn "Boris" Haraldsson, verður meðal keppenda í dag og þá kemur kraftlyftingakóngurinn Auðunn Jónsson aftur til inn eftir að hafa misst af síðasta móti vegna keppni erlendis. Fyrstu greinarnar fara fram á Selfossi og þar hefst keppni klukkan 13:30. Þar verður keppt í trukkadrætti, drumbalyftu, hleðslu og drætti og krossfestulyftu, en seinnipartinn flyst keppnin til Hveragerðis, þar sem tekið verður á Atlassteinum fyrir framan Eden um 16:00. Að móti loknu ætla keppendur og mótshaldarar að knýja dyra á Hótel Örk í Hveragerði, þar sem gerð verður atlaga að matseðli staðarins og slakað á í laugunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×