Erlent

Leitað að lífsummerkjum

Ómönnuðu könnunargeimfari var á föstudagsmorgun skotið út í geiminn frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum. Förinni er heitið til Mars. Það mun taka geimfarið sjö mánuði að fljúga til Mars en næstu fjögur árin sveimar svo farið á sporbaug um plánetuna og safnar meiri upplýsingum en fengist hafa úr öllum fyrri leiðöngrum samanlagt. Farið mun einkum beina sjónum sínum að íshellum sem eru á skautum reikisstjörnurnar en talið er að raki hafi þar verið mun meiri í fyrndinni og því meiri líkur á lífi. Kostnaður við leiðangurinn er 46 milljarðar króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×