Innlent

Frí dagvistun

Foreldrar á Súðavík þurfa ekki lengur að borga fyrir vist barna sinna á leikskóla bæjarins þar sem hann er gjaldfrjáls frá og með deginum í gær. Það ætti að þyngja pyngju Súðvíksra foreldra því þeir spara tæpar tvö hundruð þúsund krónur á ári vegna þessa ef þeir eru með eitt barn í heilsdags vistun. Þetta er liður í átaki sveitarstjórnar með það að markmiði að laða íbúa og rekstraraðila til bæjarins. Fimmtán börn eru í leikskólanum en að sögn Ómars Más Jónssonar sveitarstjóra er gert ráð fyrir því að þeim fjölgi nokkuð á næstu misserum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×