Sport

Blikar sigla hraðbyri upp um deild

Breiðablik siglir hraðbyri í átt að Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir sjöunda sigurinn í átta leikjum í fyrstu deildinni. Kópavogsliðið vann dýrmætan 2-0 útisigur á KA í gærkvöldi. Ragnar Gunnarsson og Kristján Sigurðsson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Breiðablik er níu stigum á undan KA sem er í þriðja sæti með 13 stig. Víkingur Reykjavík er með 15 stig í öðru sæti, sjö stigum á eftir Blikum, eftir 3-0 sigur á Haukum á heimavelli í gærkvöld. Davíð Þór Rúnarsson, Rannver Sigurjónsson og Jóhann Hreiðarsson skoruðu mörkin. Haukar eru í sjötta sæti með tíu stig. Víkingur Ólafsvík lagði Fjölni að velli, 1-0, í Ólafsvík. Slavisa Mitic skoraði eina mark leiksins undir lokin. Víkingur er með ellefu stig í 5. sæti, Fjölnir er í 8.sæti með níu stig. Tvö neðstu liðin, KS og Völsungur, skildu jöfn,1-1, á Siglufirði. Grétar Ívarsson kom KS yfir en Andri Ívarsson jafnaði metin á lokamínútu leiksins. Völsungur er í neðsta sæti með fimm stig en KS er einu sæti ofar með sex stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×