Sport

Robinho sektaður fyrir að skrópa

Brasilíski landsliðsmaðurinn Robinho hjá Santos var sektaður af félagi sínu fyrir að mæta ekki á æfingu í gær. Framtíð hins stórefnilega sóknarmanns er í mikilli óvissu en hann kvaddi stuðningsmenn Santos í sjónvarpsviðtali í vikunni. Robinho sló í gegn með brasilíska landsliðinu í Álfukeppninni. Hann er með samning hjá Santos til ársins 2008 en vitað er af miklum áhuga frá Real Madrid og hefur Robinho gefið það í skyn að hann vilji fara þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×