Sport

Jón Símon fyrstur í 1500 m

Bikarkeppnin í sundi hófst í gærkvöldi með tveimur greinum í fystu deild en keppt er í nýju Laugardalslauginni. Jón Símon Gíslason, Ægi, kom fyrstur í mark í 1500 metra skriðsundi á 17 mínútum 13,23 sekúndum, Svavar Skúli Stefánsson, SH, var annar og Ólafur Marteinsson, Ægi, þriðji. Auður Sif Jónsdóttir, Ægi, sigraði í 800 metra skriðsundi kvenna á níu mínútum 23,86 sekúndum, Olga Sigurðardóttir, Ægi, varð önnur og Aþena Ragna Júlíusdóttir, ÍA, þriðja. Ægir er efst með 2412 stig, SH er í öðru sæti með 2040. Keppni hefst í dag í fyrstu deild klukkan 15.50. Anja Ríkey Jakobsdóttir og Hjörtur Már Reynisson settu Íslandsmet á lágmarkamóti fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í lok júlí. Hjörtur Már náði lágmarki í 50 metra flugsundi, synti á 24,91 sekúndu. Anja Ríkey bætti eigið Íslandsmet í 50 metra baksundi, synti á 30,41 sekúndu, en það dugði ekki til að ná lágmarkinu. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir náði ekki lágmarki í 50 metra skriðsundi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×