Erlent

Segir bin Laden ekki í Afganistan

MYND/Reuters
Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalemy Khalilzad, telur að hvorki Osama bin Laden né Mohammed Mullah Omar, leiðtogi talibana, séu í landinu. Þetta lét sendiherrann hafa eftir sér á síðasta blaðamannafundi sínum í Afganistan en hann færir sig nú til Íraks þar sem hann mun gegna sama embætti. Khalilzad vildi ekki gefa upp hvart hann teldi að tvímenningarnir væru niður komnir en lesa mátti úr orðum hans að þeir væru hugsanlega í Pakistan. Leitin af Osama bin Laden hefur staðið í hátt í fjögur ár eða allt frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í kjölfar árásanna 11. september 2001. Bandarísk yfirvöld telja að hann feli sig í fjallahéruðum á landamærum Afganistans og Pakistans en hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Í gær greindi talsmaður talibana frá því að bæði bin Laden og Mullah Omar væru við góða heilsu en sögusagnir voru á kreiki um að bin Laden væri heilsuveill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×