Erlent

Eigi ekki í viðræðum við Mladic

Serbnesk yfirvöld neita því með öllu að þau reyni nú að semja við fyrrverandi hershöfðinga Bosníu-Serba, Ratko Mladic, um að hann gefi sig fram við yfirvöld og verði í kjölfarið framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, sagði í morgun að yfirvöld væru ekki í neinu sambandi við Mladic og að fréttir, þar sem öðru væri haldið fram, spilltu fyrir tilraunum til að finna hann og handsama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×