Börn viðkvæm fyrir svifryki 8. desember 2005 05:00 Lúðvík Gústafsson segir að grípa hafi þurft til róttækra aðgerða eins og takmörkun á umferð í Evrópuborgum til þess að halda svifryksmengun niðri. "Það hefur sýnt sig að börn sem eru að vaxa eru mun viðkvæmari fyrir mengun af þessu tagi en aðrir einstaklingar," segir Þórarinn Gíslason lungnalæknir. Mikið magn svifryks í lofti hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. "Það má segja að hjartað sé þarna í brennidepli. Minnstu agnirnar geta komist út í blóðrásina og meðal annars valdið skaða á hjartalokunum. Ryk af þessu tagi hefur fundist í öllum líffærum hjá einstaklingum," segir Lúðvík Gústafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofu Reykjavíkur. Svifryksmengun í andrúmslofti getur aukið líkur á hjartaáföllum og öðrum skaða á hjartanu þar sem rykið kemst inn í blóðrásina í gegnum öndunarfærin. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Umferðarmengun Á höfuðborgarsvæðinu er það að mestum hluta umferðin sem skapar svifryksmengun. Mengunin rýkur upp þegar kalt og stillt er í veðri eins og gerst hefur að undanförnu. Þórarinn Gíslason segir að alltaf sé ákveðinn hluti fólks viðkvæmari fyrir mengun en aðrir. "Við stærstu umferðaræðar í höfuðborginni mælist mengun sem er sambærileg við það sem gerist í erlendum stórborgum," segir Þórarinn. Hann vinnur nú að rannsóknum um áhrif mengunar. Svifryksmengun hefur farið tuttugu sinnum yfir svokölluð heilsuverndarmörk á mælingarstöð við Grensás í Reykjavík, það sem af er þessu ári. Lúðvík segir að þar sem mörkin séu strangari nú en áður þá hafi það kallað á aðgerðir í borgum í Evrópu. "Það sem hefur gerst er að borgarar í ýmsum Evrópulöndum hafa farið með þetta fyrir dómstóla til þess að krefja yfirvöld um aðgerðir. Við erum að tala um það að banna umferð tímabundið, sem er náttúrlega róttæk aðgerð," segir Lúðvík. Svo brá við í vor að margar borgir á meginlandi Evrópu höfðu farið yfir efri mörk árskvótans vegna svifryksmengunar og olli það mönnum heilabrotum. Hann segir að hér á landi sé það fyrst og fremst umferðin sem skapi vandann. "86 prósent umferðarinnar í Reykjavík er einkaumferð. Almenningssamgöngur eru svo einhver eins stafs tala. Þessu er öðruvísi farið í borgum á Norðurlöndum þar sem einkaumferð er aðeins einn þriðji af heildarumferðinni," segir hann. Innlent Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
"Það hefur sýnt sig að börn sem eru að vaxa eru mun viðkvæmari fyrir mengun af þessu tagi en aðrir einstaklingar," segir Þórarinn Gíslason lungnalæknir. Mikið magn svifryks í lofti hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. "Það má segja að hjartað sé þarna í brennidepli. Minnstu agnirnar geta komist út í blóðrásina og meðal annars valdið skaða á hjartalokunum. Ryk af þessu tagi hefur fundist í öllum líffærum hjá einstaklingum," segir Lúðvík Gústafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofu Reykjavíkur. Svifryksmengun í andrúmslofti getur aukið líkur á hjartaáföllum og öðrum skaða á hjartanu þar sem rykið kemst inn í blóðrásina í gegnum öndunarfærin. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Umferðarmengun Á höfuðborgarsvæðinu er það að mestum hluta umferðin sem skapar svifryksmengun. Mengunin rýkur upp þegar kalt og stillt er í veðri eins og gerst hefur að undanförnu. Þórarinn Gíslason segir að alltaf sé ákveðinn hluti fólks viðkvæmari fyrir mengun en aðrir. "Við stærstu umferðaræðar í höfuðborginni mælist mengun sem er sambærileg við það sem gerist í erlendum stórborgum," segir Þórarinn. Hann vinnur nú að rannsóknum um áhrif mengunar. Svifryksmengun hefur farið tuttugu sinnum yfir svokölluð heilsuverndarmörk á mælingarstöð við Grensás í Reykjavík, það sem af er þessu ári. Lúðvík segir að þar sem mörkin séu strangari nú en áður þá hafi það kallað á aðgerðir í borgum í Evrópu. "Það sem hefur gerst er að borgarar í ýmsum Evrópulöndum hafa farið með þetta fyrir dómstóla til þess að krefja yfirvöld um aðgerðir. Við erum að tala um það að banna umferð tímabundið, sem er náttúrlega róttæk aðgerð," segir Lúðvík. Svo brá við í vor að margar borgir á meginlandi Evrópu höfðu farið yfir efri mörk árskvótans vegna svifryksmengunar og olli það mönnum heilabrotum. Hann segir að hér á landi sé það fyrst og fremst umferðin sem skapi vandann. "86 prósent umferðarinnar í Reykjavík er einkaumferð. Almenningssamgöngur eru svo einhver eins stafs tala. Þessu er öðruvísi farið í borgum á Norðurlöndum þar sem einkaumferð er aðeins einn þriðji af heildarumferðinni," segir hann.
Innlent Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira