Erlent

Töldu sig hafna yfir lög

Hæstiréttur Pitcairn-eyju hefur hafnað beiðni sex manna á Pitcairn-eyju í Kyrrahafi um að máli þeirra verði vísað frá. Mennirnir voru dæmdir til nokkurra ára fangelsisvistar fyrir kynferðisferðisafbrot af ýmsu tagi í október síðastliðnum en brotin höfðu staðið yfir í marga áratugi. Þeir báru því hins vegar við að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir að bresk lög giltu á eyjunni. Því hafnaði dómstóllinn algerlega, en hann kom saman á Nýja-Sjálandi. Rúmlega 50 manns búa á Pitcairn-eyju en þeir eru afkomendur uppreisnarmanna af skipinu Bounty.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×