Erlent

Færri smitaðir en óttast var

Heilbrigðisyfirvöld í Östfold í Noregi telja nú að færri séu smitaðir af hermannaveiki en óttast var í gær, en þá var talið að fjöldi veikra og látinna myndi hugsanlega tvöfaldast. Alls hafa 33 af þeim rúmlega hundrað, sem leitað hafa til Östfold-sjúkrahússins vegna gruns um smit, greinst með veikina og hafa fimm þeirra látist. Hins vegar hafa aðeins tveir leitað til sjúkrahússins með einhver einkenni frá því snemma í morgun og það bendir til þess færri séu smitaðir en talið var áður. Yfirvöld eru þó enn á varðbergi þar sem ekki er enn ljóst hvar veikin á upptök sín en þar sem hinir smituðu koma af stóru svæði er talið líklegt að þeir hafi smitast utan dyra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×