Sport

KA vann Víking

KA vann Víking í Víkinni með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í gær. Þór sigraði Völsung, 2-1, og Breiðablik, sem er á toppnum í deildinni með 18 stig, vann öruggan sigur á KS, 3-0, á Siglufirði. Víkingur Reykjavík er í öðru sæti með 11 stig en síðan koma KA og Þór með 10 stig. Í 2. deild vann efsta liðið, Leiknir, Leiftur/Dalvík, 2-0, á útivelli. Fjarðarbyggð lagði Tindastól, 4-0, og Stjarnan sigraði Huginn, 2-1. Í 3. deild fóru nokkrir leikir fram í gærkvöldi. Víðir bar m.a. sigurorð af Gróttu á útivelli, 1-0, ÍH gerði góða ferð í Borgarnesið þar sem þeir lögðu Skallagrímsmenn, 3-1, og leikmenn Hvatar frá Blönduósi mörðu nýliðana í Augnablik fyrir norðan, 3-2, eftir að gestirnir höfðu leitt í hálfleik, 0-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×