Innlent

Danir vilja ekki rauðgreni

Normannsþinur. Fellur Dönum í geð þessi jólin.
Normannsþinur. Fellur Dönum í geð þessi jólin.

Danskir skógarbændur fara ekki varhluta af tískubylgjum. Nú er nefnilega útlit fyrir að Danir ætli að breyta til þegar kemur að vali á jólatré. Vinsældir rauðgrenisins virðast á undanhaldi og Normannsþinur verður æ vinsælli. Ástæðan ku meðal annars sú að fólk er þreytt á nálunum sem hrynja af rauðgreninu.

Jólatré eru dýrari nú en undanfarin ár og má rekja það til þess að sala jólatrjáa hefur gengið illa síðasta áratuginn og framboðið er minna í ár - þó að eftirspurnin sé að aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×