Innlent

Vilja bæta kjör fólks í Eystrasaltsríkjunum

Við störf á Íslandi. Starfshópur á vegum verkalýðshreyfingarinnar hyggst bjóða fulltrúum fyrirtækja með starfsemi í Eystrasaltsríkjunum til viðræðna um það hvernig megi auka stéttarfélagsþátttöku starfsmanna fyrirtækjanna og koma á kjarasamningum því að allt hangir saman í efnahagskerfinu og þá ekki síst við frjálst flæði vinnuafls í Evrópu. Nýfrjálshyggjan hefur sterka stöðu í þessum ríkjum og stéttarfélögin eiga erfitt uppdráttar.
Við störf á Íslandi. Starfshópur á vegum verkalýðshreyfingarinnar hyggst bjóða fulltrúum fyrirtækja með starfsemi í Eystrasaltsríkjunum til viðræðna um það hvernig megi auka stéttarfélagsþátttöku starfsmanna fyrirtækjanna og koma á kjarasamningum því að allt hangir saman í efnahagskerfinu og þá ekki síst við frjálst flæði vinnuafls í Evrópu. Nýfrjálshyggjan hefur sterka stöðu í þessum ríkjum og stéttarfélögin eiga erfitt uppdráttar.

Fyrirhugað er að hefja viðræður við atvinnurekendur eftir áramót. Þetta er liður í langtíma átaki verkalýðshreyfingarinnar á öllum Norðurlöndunum, og reyndar allri Evrópu. Markmiðið er að koma á kjarasamningum, bæta kjör íbúanna í þessum löndum þannig að þau verði á við það sem tíðkast á Norðurlöndum og efla verkalýðshreyfinguna þannig að íslenskir atvinnurekendur hafi viðsemjendur í Eystrasaltslöndunum.

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hafa myndað starfshóp sem mun vinna að þessu máli og munu bókagerðarmenn sennilega einnig taka þátt í þessu samstarfi, en Íslendingar eiga hlut í prentsmiðjum í þessum löndum og láta prenta fyrir sig þar.

Skúli og Þorbjörn hafa skipt með sér verkum og eru að byrja að skoða málin. Þorbjörn sér um bygginga- og málmiðnaðinn en Skúli sér um textíl- og matvælaiðnaðinn. Þeir ætla að hafa samband við fyrirtækin eftir áramótin og bjóða þeim til viðræðna. Þorbjörn er reyndar þegar byrjaður. Hann segir að þetta sé hluti af langtímaverkefni á vegum Evrópusambands verkalýðsfélaga. Það sé stefna þess að styrkja verkalýðsfélögin í Eystrasaltsríkjunum, auka þátttöku í þeim og aðstoða þau við að koma á kjarasamningum.

Hliðstæð lífskjör
@Mynd -FoMed 6,5p CP:Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. fréttablaðið/hari
Norræn fyrirtæki, sérstaklega sænsk og finnsk, hafa flutt starfsemi sína til Eystrasaltslandanna með sama hætti og þau íslensku. Forystumönnum norrænu verkalýðshreyfingarinnar hefur komið á óvart hve stór hlutur íslensku fyrirtækjanna er. Starfsmenn þeirra eru tæplega 2.000 talsins og þeim fer ört fjölgandi. Um 22 prósent þeirra eru í stéttarfélögum og þar hefur matvælageirinn algjöra yfirburði, sérstaklega í fyrirtækjunum Laima og Staburadze. Starfsmennirnir eru þar tæplega 700, þar af er tæplega helmingur í stéttar­félögum eða um 350 félagar. Ekki hefur fengist nein skýring á því hvers vegna svo margir eru í stéttarfélögum í þessum geira en ekki öðrum. "Það hefur verið ákveðið að nálgast verkefnið með þeim hætti að við óskum eftir viðræðum við þau fyrirtæki hér á landi sem eru með útibú í Eystrasaltslöndunum. Við ætlum að fara fram á að þau geri samning við sitt starfsfólk og taki þátt í að byggja upp þessi samfélög. Við vonumst til þess að fyrirtækin taki jákvætt í þetta og þá ætti það að geta gengið tiltölulega vel fyrir sig. En auðvitað getur þetta tekið langan tíma því að þessi samfélög eru langt á eftir okkur," segir Þorbjörn og nefnir að meðalaldur fólks í Eystrasaltslöndunum sé 65 ár en hann sé um áttrætt hér. Átakið eftir áramótin er liður í viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar við flæði vinnuafls sem hefur streymt yfir lönd í vesturhluta Evrópu og þar með Norðurlöndin og Ísland. Þorbjörn segir að verkalýðshreyfingin sé alþjóðleg, allt hangi þetta saman og sé hluti af því að vernda lífskjörin. "Við erum ekkert síður að reyna að bregðast við þessum mikla innflutningi á vinnuafli til okkar og annarra Norðurlanda. Til að leysa það til lengri tíma litið verðum við að jafna lífskjörin þannig að þetta fólk búi við hliðstæð lífskjör og við. Flæðið verður þannig jafnara og það er meginhugsunin," segir hann. Trú á þátttöku
@Mynd -FoMed 6,5p CP:Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar. fréttablaðið/gva
Þegar Þorbjörn er spurður að því af hverju íslensku fyrirtækin ættu að stuðla að því að verkalýðshreyfingin skipuleggi sig eða samkomulag náist um kjarasamninga segir hann að fyrirtækin hljóti að hafa áhuga á slíku samstarfi sé það vilji þeirra að vera í Eystarsaltslöndunum á jákvæðum forsendum, frekar en að nýta bara augnablikið á meðan launin séu lág. "Það er ósennilegt að þau vilji lenda í einhverri krísu út af starfseminni þarna úti. Það er líklegra að menn vilji geta byggt upp starfsemi sína í friði og ró. Ég hef enga trú á því að þessi fyrirtæki séu að fara þarna suður eftir til að fara illa með fólk. Ég hef einmitt trú á að þau vilji taka þátt í uppbyggingunni," segir Þorbjörn. Verkalýðshreyfingin í Eystrasaltsríkjunum er mjög veik og byggist aðallega á leifum frá gamla Sovéttímanum. Nýfrjálshyggjan þykir blómstra í þessum löndum og almennt þykir það ekki jákvætt að vera í stéttarfélagi. Fæst af þessum fyrirtækjum hafa gert kjarasamninga við sitt fólk. Þá segir Þorbjörn að þær raddir heyrist frá atvinnurekendum að atvinnurekendasamtökin úti séu heldur ekki vel skipulögð þannig að það sé flókið hver eigi að semja við hvern. Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum hefur tekið á innflæði vinnuafls með mismunandi hætti. Danirnir eru mjög harðir og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar fara með lögreglu, skatta- og tollayfirvöldum á vinnustaðina og loka þeim ef ástæða þykir til. Svíar og Finnar hafa hins vegar frekar farið dómstólaleiðina. Þrátt fyrir þessa mismunandi nálgun vinnur norræn verkalýðshreyfing náið saman að því að efla kjör íbúa í Eystrasaltsríkjunum. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að stéttarfélög eða kjarasamningar í Eystrasaltsríkjunum hafi ekki komið til umræðu innan raða SA en auðvitað sé eðlilegt að fyrirtæki sem fjárfestir í fjarlægu landi setji sér grundvallarstaðla og siðareglur um það hvernig eigi að haga starfsmannamálum þannig að það sé að einhverju leyti sami kúltúr í fyrirtækinu óháð því í hvaða landi það starfar. Samsæri gagnvart útrásinni
@Mynd -FoMed 6,5p CP:Við störf á Íslandi Starfshópur á vegum verkalýðshreyfingarinnar hyggst bjóða fulltrúum fyrirtækja með starfsemi í Eystrasaltsríkjunum til viðræðna um það hvernig megi auka stéttarfélagsþátttöku starfsmanna fyrirtækjanna og koma á kjarasamningum því að allt hangir saman í efnahagskerfinu og þá ekki síst við frjálst flæði vinnuafls í Evrópu. Nýfrjálshyggjan hefur sterka stöðu í þessum ríkjum og stéttarfélögin eiga erfitt uppdráttar. Hér má sjá verkamann á Íslandi við störf. Fréttablaðið/Vilhelm
"Við höfum ekki litið á þetta sem viðfangsefni hvað sem síðar verður. Svíar og Finnar hafa fjárfest mikið í þessum löndum og mörg fyrirtæki hafa flutt starfsemi sína frá Skandinavíu til Eystrasaltsríkjanna þar sem framleiðslukostnaðurinn er aðeins brot af því sem hér er," segir Hannes. Jón Helgi Guðmundsson er í hópi þeirra athafnamanna sem hefur starfað hvað lengst í Eystrasaltsríkjunum. Jón Helgi er andvígur samstarfi við íslensku verkalýðshreyfinguna og segir fráleitt að íslenska verkalýðshreyfingin fari að skipta sér af málefnum starfsmanna í þessum löndum. "Við höfum ekkert með íslenska verkalýðshreyfingu að gera þarna. Það er gersamlega út í hött. Við erum að vinna þarna í allt öðru umhverfi en verkalýðshreyfingin hér býr við og hún hefur engan skilning á því. Ég lít á þetta sem samsæri gagnvart útrás íslensku fyrirtækjanna og líst ekkert á það. Við erum að borga okkar fólki ágætislaun miðað við það sem þarna gerist og erum fullfær að passa upp á okkar fólk. Þeir eiga bara að ráða sínum málum sjálfir án afskipta íslenskrar verkalýðshreyfingar," segir hann. n



Fleiri fréttir

Sjá meira


×