Axlar ábyrgð en hafnar afsögn 26. apríl 2005 00:01 Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og forvígismaður þýskra græningja, tók á sig alla ábyrgð á mistökum síns ráðuneytis í "áritanamálinu" svonefnda, er hann á mánudag sat í tólf tíma fyrir svörum sérskipaðrar rannsóknarnefndar þýska þingsins. Þetta hneykslismál, sem verið hefur Fischer og ríkisstjórninni fjötur um fót síðustu mánuði, snýst um mistök við útgáfu vegabréfsáritana í sendiráðum Þýskalands í Austur-Evrópu. Fischer stóð þó fast á því að mistökin væru þess eðlis að þau gæfu alls ekki tilefni til að hann segði af sér Rannsóknarnefndin var sett á fót til að upplýsa málið, en hneykslið vakti upp efasemdir í röðum stjórnarandstöðunnar um að ráðherranum væri sætt í embætti. Fyrir fimm árum fyrirskipaði Fischer, sem þá var á sínu öðru starfsári í utanríkisráðherraembættinu, að reglur um útgáfu vegabréfsáritana skyldu rýmkaðar. í kjölfarið varð auðveldara fyrir íbúa Austur-Evrópulanda að komast til Þýskalands - og þar með inn á allt Schengen-svæðið - og að sögn nýttu úkraínskir glæpamenn sér það meðal annars til stunda mansal og smygl á fólki til Þýskalands og þaðan áfram vítt og breitt um Vestur-Evrópu. Fundur Fischers með rannsóknarnefndinni, sem var sjónvarpað beint, hófst á nærri tveggja tíma eintali ráðherrans þar sem hann rakti málið frá sínum sjónarhóli og útskýrði í löngum útúrdúr hugsunina að baki þeirri utanríkisstefnu sem fylgt hefði verið í ráðherratíð hans. Að hann skyldi hafa komist upp með slíka einræðu er í augum stjórnmálaskýrenda merki um það hvernig mælska Fischers hjálpaði honum til að koma vel út úr þessari yfirheyrslu í augum flestra sem fylgdust með henni. Frammistaða hans varð þó ekki til að þagga niður í röddum sem krefjast afsagnar hans. Fréttavefur Der Spiegel hefur eftir Wolfgang Schäuble, varaþingflokksformanni kristilegra demókrata, að ráðherrann hefði árum saman leitt hjá sér vísbendingar sem komið hefðu fram um misnotkun hinna rýmkuðu áritanareglna. Hann hefði hins vegar kosið að gera ekkert í málinu fyrr en í óefni var komið. Stjórnarflokkunum, jafnaðarmönnum og græningjum, var mikið í mun að fjölmiðlaumræða um þetta mál yrði að baki þegar kosningar í fjölmennasta þýska sambandslandinu, Nordrhein-Westfalen, fara fram þann 22. maí, en niðurstaðan úr þeim gæti orðið forboði um örlög sambandsríkisstjórnarinnar í Berlín. Næstu sambandsþingkosningar fara fram haustið 2006. Erlent Fréttir Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og forvígismaður þýskra græningja, tók á sig alla ábyrgð á mistökum síns ráðuneytis í "áritanamálinu" svonefnda, er hann á mánudag sat í tólf tíma fyrir svörum sérskipaðrar rannsóknarnefndar þýska þingsins. Þetta hneykslismál, sem verið hefur Fischer og ríkisstjórninni fjötur um fót síðustu mánuði, snýst um mistök við útgáfu vegabréfsáritana í sendiráðum Þýskalands í Austur-Evrópu. Fischer stóð þó fast á því að mistökin væru þess eðlis að þau gæfu alls ekki tilefni til að hann segði af sér Rannsóknarnefndin var sett á fót til að upplýsa málið, en hneykslið vakti upp efasemdir í röðum stjórnarandstöðunnar um að ráðherranum væri sætt í embætti. Fyrir fimm árum fyrirskipaði Fischer, sem þá var á sínu öðru starfsári í utanríkisráðherraembættinu, að reglur um útgáfu vegabréfsáritana skyldu rýmkaðar. í kjölfarið varð auðveldara fyrir íbúa Austur-Evrópulanda að komast til Þýskalands - og þar með inn á allt Schengen-svæðið - og að sögn nýttu úkraínskir glæpamenn sér það meðal annars til stunda mansal og smygl á fólki til Þýskalands og þaðan áfram vítt og breitt um Vestur-Evrópu. Fundur Fischers með rannsóknarnefndinni, sem var sjónvarpað beint, hófst á nærri tveggja tíma eintali ráðherrans þar sem hann rakti málið frá sínum sjónarhóli og útskýrði í löngum útúrdúr hugsunina að baki þeirri utanríkisstefnu sem fylgt hefði verið í ráðherratíð hans. Að hann skyldi hafa komist upp með slíka einræðu er í augum stjórnmálaskýrenda merki um það hvernig mælska Fischers hjálpaði honum til að koma vel út úr þessari yfirheyrslu í augum flestra sem fylgdust með henni. Frammistaða hans varð þó ekki til að þagga niður í röddum sem krefjast afsagnar hans. Fréttavefur Der Spiegel hefur eftir Wolfgang Schäuble, varaþingflokksformanni kristilegra demókrata, að ráðherrann hefði árum saman leitt hjá sér vísbendingar sem komið hefðu fram um misnotkun hinna rýmkuðu áritanareglna. Hann hefði hins vegar kosið að gera ekkert í málinu fyrr en í óefni var komið. Stjórnarflokkunum, jafnaðarmönnum og græningjum, var mikið í mun að fjölmiðlaumræða um þetta mál yrði að baki þegar kosningar í fjölmennasta þýska sambandslandinu, Nordrhein-Westfalen, fara fram þann 22. maí, en niðurstaðan úr þeim gæti orðið forboði um örlög sambandsríkisstjórnarinnar í Berlín. Næstu sambandsþingkosningar fara fram haustið 2006.
Erlent Fréttir Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent