Erlent

Gjaldþrota Íslendinga leitað

Norsk skattayfirvöld í Narvik í Norður-Noregi leita íslenskra eigenda tveggja fyrirtækja, sem lýst hafa verið gjaldþrota. Leikur grunur á að eigendurnir hafi forðað sér úr landi til Íslands. Fyrirtækin sem um ræðir heita Balis og GLM og voru staðsett í Narvík og Ballangen sem er skammt sunnan Narvíkur. Sömu eigendur voru að fyrirtækjunum en á pappírunum var Balis í eigu GLM. Ætlunin var að fyrirtækin framleiddu nýja gerð fiskikerja úr plastefni en ekki tókst að framleiða svo mikið sem eitt fiskikar áður en skattayfirvöld fóru fram á fyrirtækin yrðu tekin til gjaldþrotameðferðar. Þau segja ýmislegt vafasamt í rekstri fyrirtækjanna og aukinheldur leikur grunur á undanskotum á virðisaukaskatti. Heildarupphæð gjaldþrots fyrirtækjanna liggur ekki fyrir þar sem allar kröfur í þrotabúin eru ekki komnar fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×