Erlent

Vill rétta yfir Berlusconi

Saksóknari í Mílanóborg á Ítalíu hefur farið fram á það við dómara að réttað verði yfir Silvio Berlusconi forsætisráðherra og nokkrum öðrum vegna meintrar spillingar í tengslum við rekstur fjölmiðlafyrirtækisins Mediaset, sem er í eigu fjölskyldufyrirtækis Berlusconis, Fininvest. Beiðnin kemur í kjölfar fjögurra ára rannsóknar saksóknara á ásökunum um bókhaldssvindl, skattsvik og peningaþvætti í tengslum við umdeildan sjónvarpsréttarsamning. Berlusconi er ekki einungis valdamesti maður í stjórnmálalífi Ítalíu heldur ræður hann yfir miklu viðskiptaveldu, þar á meðal stærsta fjölmiðlaveldi Ítalíu. Hann hefur að minnsta kosti sjö sinnum verði dreginn fyrir dóm vegna ásakana um misferli en aldrei verið sakfelldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×