Erlent

Sýrlandsher farinn frá Líbanon

Allir sýrlenskir hermenn eru nú farnir út úr Líbanon og lýkur þar með 29 ára hersetu Sýrlendinga í landinu. Um 200 sýrlenskir hermenn tók þátt í kveðjuathöfn í Bekaa-dalnum nærri landamærum Sýrlands og Líbanons í morgun og voru margir þeirra verðlaunaðir fyrir störf sín í Líbanon. Sýrlenskrar hersveitir voru sendar inn í Líbanon árið 1976 þegar borgarastríð braust út í landinu en allt frá því að því lauk árið 1990 hefur staðið til að herinn sneri aftur til síns heima. Segja má að skriður hafi komist á málið í kjölfar morðsins á Rafiq Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, snemma á þessu ári, en margir Líbanar kenndu sýrlensku leyniþjónustunni um það. Í kjölfar mikillar mótmælaöldu í landinu ásamt þrýstingi á alþjóðavettvangi samþykktu Sýrlendingar loks að kalla bæði her og leyniþjónustu frá landinu og átti því að vera lokið fyrir 30. apríl næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×