Erlent

Neyðarástand í Georgíu vegna flóða

Neyðarástand ríkir nú í nokkrum þorpum í Georgíu eftir mikil flóð undanfarna daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína í tólf þorpum og þar hafa hundruðir íbúa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín, sem mörg hver eru ónýt í kjölfar flóðanna. Hjálparstarf gengur erfiðlega þar sem ausandi rigning er á svæðinu og ekki útlit fyrir að það stytti upp í bráð. Viðvaranir hafa verið gefnar út í 200 þorpum til viðbótar og þar eru björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu og búið er að koma upp neyðarskýlum víða ef til þess kemur að fólk þurfi að yfirgefa heimili sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×