Erlent

30 látnir og 70 slasaðir

Að minnsta kosti þrjátíu manns létust þegar ólögleg vopnageymsla sprakk í loft upp í Afganistan í nótt. Sjö hús í nágrenninu eyðilöggðust í sprengingunni. Sjötíu manns slösuðust í sprengingunni en óttast er að fleiri muni finnast látnir þegar búið verður að grafa betur undan braki byggingarinnar. Hundruðir þorpsbúa og lögreglumanna vinna nú að því að grafa fólk undan brakinu.  Í Pakistan létust a.m.k. sextán manns í nótt og tólf slösuðust þegar þrjár byggingar hrundu til grunna eftir gassprengingu. Fjöldi fólks er enn undir braki bygginganna og er unnið að því að reyna að bjarga því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×