Sport

Armstrong með gott forskot

Sexfaldur meistari Frakklandshjólreiðanna, Lance Armstrong, er kominn með tæplega mínútu forskot eftir fjóra áfanga í keppninni. Kapparnir hjóla rúmlega 180 kílómetra í dag frá Chambord til Montargis. Armstrong klæddist ekki gulu treyjunni, til merkis um að hann leiði keppnina, í upphafi leggsins í dag af virðingu við landa sinn, Zabriskie, sem féll í lok hjólreiðanna í gær en hann hafði þá forystuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×