Erlent

Þúsundir flýja Andijan

Þúsundir Úsbeka hafa safnast saman við landamæri Úsbekistans og Kirgisistans í kjölfar átaka í borginni Andijan í gær. Að sögn yfirvalda í Kirgisistan hafa um 500 manns komist yfir landamærin, þar á meðal fangar sem frelsaðir voru úr fangelsi í borginni í gær, en landamærunum var lokað í gær vegna frétta af átökunum. Konur og börn eru meðal flóttamannanna sem komið hafa upp búðum í þorpinu Barash, um 50 metra frá úsbesku landamærunum, og segja landamæraverðir að Alþjóða Rauði krossinn sinni fólkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×