Erlent

Fundu fjöldagröf í Kosovo

Réttarmeinafræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa fundið fjöldagröf í bænum Malisevo í Kosovo-héraði. Líkin í gröfinni eru talin vera af Serbum sem saknað hefur verið síðan 1998 þegar Kosovo-Albanar og Serbar bárust á banaspjót í héraðinu. Nú þegar hafa sex lík fundist en réttarmeinafræðingarnir reikna með að finna fleiri á næstunni. Alls er þrjú þúsund manna saknað eftir bardaga serbneskra öryggissveita og aðskilnaðarsinna í Kosovo-héraði seint á tíunda áratug síðustu aldar, en flestir þeirra eru Albanar. Skammt er síðan fjöldagröf með líkum af 22 Serbum fannst í Kosovo en Serbar og Kosovo-Albanar hafa nú hafið viðræður sem miða að því reyna að finna þá sem saknað er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×