Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu 29. september 2005 00:01 Hjón á Akureyri urðu að greiða tæpar 226 þúsund krónur í fæðingarhjálp, þar sem tryggingafélag sem konan er sjúkratryggð hjá neitaði að greiða reikninginn. Konan, Gemma Alegre Ásgeirsson, er frá Filippseyjum og kemst ekki inn í almannatryggingakerfið fyrr en eftir sex mánuði frá komudegi. Því fékk hún sér sjúkrakostnaðartryggingu sem dugði skammt þegar til átti að taka. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, tengdaföður konunnar, gengu hún og sonur hans í hjónaband seint á síðasta ári úti á Filippseyjum. Sonurinn kom heim í janúar og hófst þá strax handa um að útvega eiginkonu sinni dvalarleyfi. Hann keypti einnig sjúkrakostnaðartryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni þar sem kona hans kemst ekki inn í almannatryggingakerfið hér fyrr en eftir sex mánaða dvöl á landinu. "Gemma kom svo til Íslands 13. júlí," segir Ásgeir, sem rekist hefur í málinu fyrir hönd sonar síns og tengdadóttur. "Þau hjónin eignuðust síðan barn sitt 26. ágúst. Gamma ól það á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þann 20. september fékk hún reikning frá sjúkrahúsinu upp á 225.793 krónur. Ég fór með reikninginn fyrir þau til Tryggingamiðstöðvarinnar, þar sem mér var tjáð að þetta yrði ekki greitt því tryggingin næði ekki yfir kostnað sem hlytist af meðgöngu, fæðingarhjálp eða sjúkdóma sem rekja mætti til meðgöngu eða fósturláts. " Ásgeir segir það vissulega rétt að ákvæði þessa efnis sé í vátryggingaskilmála Tryggingamiðstöðvarinnar. Um það sé ekki deilt. Hins vegar komi þarna berlega í ljós mismunun kynjanna og hún hljóti að stangast á við jafnréttislög. "Það getur ekki verið í anda gildandi laga og samninga um jafnrétti kynjanna að hægt sé að draga út ákveðna þætti sem eiga einungis við um annað kynið og útiloka það þannig frá jafn mikilvægum grunnréttindum og sjúkrakostnaðartrygging er," segir Ásgeir. Hann bendir á að atvinnurekandi megi til dæmis ekki spyrja konu sem sækir um vinnu hjá honum hvort hún sé barnshafandi. Það flokkist undir einkamál og mismunun. Ásgeir hyggst því hefja baráttuna með því að fara með málið til jafnréttisráðs Akureyrar, svo og til Neytendasamtakanna, áður en lengra er haldið. Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Hjón á Akureyri urðu að greiða tæpar 226 þúsund krónur í fæðingarhjálp, þar sem tryggingafélag sem konan er sjúkratryggð hjá neitaði að greiða reikninginn. Konan, Gemma Alegre Ásgeirsson, er frá Filippseyjum og kemst ekki inn í almannatryggingakerfið fyrr en eftir sex mánuði frá komudegi. Því fékk hún sér sjúkrakostnaðartryggingu sem dugði skammt þegar til átti að taka. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, tengdaföður konunnar, gengu hún og sonur hans í hjónaband seint á síðasta ári úti á Filippseyjum. Sonurinn kom heim í janúar og hófst þá strax handa um að útvega eiginkonu sinni dvalarleyfi. Hann keypti einnig sjúkrakostnaðartryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni þar sem kona hans kemst ekki inn í almannatryggingakerfið hér fyrr en eftir sex mánaða dvöl á landinu. "Gemma kom svo til Íslands 13. júlí," segir Ásgeir, sem rekist hefur í málinu fyrir hönd sonar síns og tengdadóttur. "Þau hjónin eignuðust síðan barn sitt 26. ágúst. Gamma ól það á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þann 20. september fékk hún reikning frá sjúkrahúsinu upp á 225.793 krónur. Ég fór með reikninginn fyrir þau til Tryggingamiðstöðvarinnar, þar sem mér var tjáð að þetta yrði ekki greitt því tryggingin næði ekki yfir kostnað sem hlytist af meðgöngu, fæðingarhjálp eða sjúkdóma sem rekja mætti til meðgöngu eða fósturláts. " Ásgeir segir það vissulega rétt að ákvæði þessa efnis sé í vátryggingaskilmála Tryggingamiðstöðvarinnar. Um það sé ekki deilt. Hins vegar komi þarna berlega í ljós mismunun kynjanna og hún hljóti að stangast á við jafnréttislög. "Það getur ekki verið í anda gildandi laga og samninga um jafnrétti kynjanna að hægt sé að draga út ákveðna þætti sem eiga einungis við um annað kynið og útiloka það þannig frá jafn mikilvægum grunnréttindum og sjúkrakostnaðartrygging er," segir Ásgeir. Hann bendir á að atvinnurekandi megi til dæmis ekki spyrja konu sem sækir um vinnu hjá honum hvort hún sé barnshafandi. Það flokkist undir einkamál og mismunun. Ásgeir hyggst því hefja baráttuna með því að fara með málið til jafnréttisráðs Akureyrar, svo og til Neytendasamtakanna, áður en lengra er haldið.
Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira