Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu 29. september 2005 00:01 Hjón á Akureyri urðu að greiða tæpar 226 þúsund krónur í fæðingarhjálp, þar sem tryggingafélag sem konan er sjúkratryggð hjá neitaði að greiða reikninginn. Konan, Gemma Alegre Ásgeirsson, er frá Filippseyjum og kemst ekki inn í almannatryggingakerfið fyrr en eftir sex mánuði frá komudegi. Því fékk hún sér sjúkrakostnaðartryggingu sem dugði skammt þegar til átti að taka. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, tengdaföður konunnar, gengu hún og sonur hans í hjónaband seint á síðasta ári úti á Filippseyjum. Sonurinn kom heim í janúar og hófst þá strax handa um að útvega eiginkonu sinni dvalarleyfi. Hann keypti einnig sjúkrakostnaðartryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni þar sem kona hans kemst ekki inn í almannatryggingakerfið hér fyrr en eftir sex mánaða dvöl á landinu. "Gemma kom svo til Íslands 13. júlí," segir Ásgeir, sem rekist hefur í málinu fyrir hönd sonar síns og tengdadóttur. "Þau hjónin eignuðust síðan barn sitt 26. ágúst. Gamma ól það á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þann 20. september fékk hún reikning frá sjúkrahúsinu upp á 225.793 krónur. Ég fór með reikninginn fyrir þau til Tryggingamiðstöðvarinnar, þar sem mér var tjáð að þetta yrði ekki greitt því tryggingin næði ekki yfir kostnað sem hlytist af meðgöngu, fæðingarhjálp eða sjúkdóma sem rekja mætti til meðgöngu eða fósturláts. " Ásgeir segir það vissulega rétt að ákvæði þessa efnis sé í vátryggingaskilmála Tryggingamiðstöðvarinnar. Um það sé ekki deilt. Hins vegar komi þarna berlega í ljós mismunun kynjanna og hún hljóti að stangast á við jafnréttislög. "Það getur ekki verið í anda gildandi laga og samninga um jafnrétti kynjanna að hægt sé að draga út ákveðna þætti sem eiga einungis við um annað kynið og útiloka það þannig frá jafn mikilvægum grunnréttindum og sjúkrakostnaðartrygging er," segir Ásgeir. Hann bendir á að atvinnurekandi megi til dæmis ekki spyrja konu sem sækir um vinnu hjá honum hvort hún sé barnshafandi. Það flokkist undir einkamál og mismunun. Ásgeir hyggst því hefja baráttuna með því að fara með málið til jafnréttisráðs Akureyrar, svo og til Neytendasamtakanna, áður en lengra er haldið. Fréttir Innlent Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Hjón á Akureyri urðu að greiða tæpar 226 þúsund krónur í fæðingarhjálp, þar sem tryggingafélag sem konan er sjúkratryggð hjá neitaði að greiða reikninginn. Konan, Gemma Alegre Ásgeirsson, er frá Filippseyjum og kemst ekki inn í almannatryggingakerfið fyrr en eftir sex mánuði frá komudegi. Því fékk hún sér sjúkrakostnaðartryggingu sem dugði skammt þegar til átti að taka. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, tengdaföður konunnar, gengu hún og sonur hans í hjónaband seint á síðasta ári úti á Filippseyjum. Sonurinn kom heim í janúar og hófst þá strax handa um að útvega eiginkonu sinni dvalarleyfi. Hann keypti einnig sjúkrakostnaðartryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni þar sem kona hans kemst ekki inn í almannatryggingakerfið hér fyrr en eftir sex mánaða dvöl á landinu. "Gemma kom svo til Íslands 13. júlí," segir Ásgeir, sem rekist hefur í málinu fyrir hönd sonar síns og tengdadóttur. "Þau hjónin eignuðust síðan barn sitt 26. ágúst. Gamma ól það á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þann 20. september fékk hún reikning frá sjúkrahúsinu upp á 225.793 krónur. Ég fór með reikninginn fyrir þau til Tryggingamiðstöðvarinnar, þar sem mér var tjáð að þetta yrði ekki greitt því tryggingin næði ekki yfir kostnað sem hlytist af meðgöngu, fæðingarhjálp eða sjúkdóma sem rekja mætti til meðgöngu eða fósturláts. " Ásgeir segir það vissulega rétt að ákvæði þessa efnis sé í vátryggingaskilmála Tryggingamiðstöðvarinnar. Um það sé ekki deilt. Hins vegar komi þarna berlega í ljós mismunun kynjanna og hún hljóti að stangast á við jafnréttislög. "Það getur ekki verið í anda gildandi laga og samninga um jafnrétti kynjanna að hægt sé að draga út ákveðna þætti sem eiga einungis við um annað kynið og útiloka það þannig frá jafn mikilvægum grunnréttindum og sjúkrakostnaðartrygging er," segir Ásgeir. Hann bendir á að atvinnurekandi megi til dæmis ekki spyrja konu sem sækir um vinnu hjá honum hvort hún sé barnshafandi. Það flokkist undir einkamál og mismunun. Ásgeir hyggst því hefja baráttuna með því að fara með málið til jafnréttisráðs Akureyrar, svo og til Neytendasamtakanna, áður en lengra er haldið.
Fréttir Innlent Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira