Milljarðar í aukinn kostnað 29. september 2005 00:01 Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum." Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum."
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira