Milljarðar í aukinn kostnað 29. september 2005 00:01 Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum." Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum."
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira