Erlent

Dæmdir fyrir mannréttindabrot

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg úrskurðaði í dag að rússnesk yfirvöld hefðu brotið gróflega mannréttindi, þar á meðal með því að pynta og myrða borgara, í aðgerðum sínum gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjeníu. Úrskurðurinn féll í máli sem sex tsjetsjenar höfðuðu á hendur yfirvöldum í Moskvu vegna dauða ættingja þeirra í árásum rússneska hersins á uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu á árunum 1999 og 2000. Var rússneskum yfirvöldum gert að greiða fólkinu tæpar ellefu milljónir króna í skaðabætur. Hundruð þúsund almennra borgara eru talin hafa látist í átökum rússneska hersins og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna frá árinu 1994 en eftir á að taka fyrir um 120 dómsmál sem tengjast átökunum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×