Sport

KR og Þróttur missa tvo í bann

Aganefnd KSÍ úrskurðaði í dag 8 leikmenn úr Landsbankadeild karla í eins leiks bann en nefndin hittist á hverjum þriðjudegi. KR missir tvo leikmenn í eins leiks bann fyrir stórleikinn gegn ÍA. Bjarnólfur Lárusson fær eins leiks bann með KR vegna 4 áminninga og missir af stórleiknum gegn ÍA eins og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem fékk rautt spjald gegn Val. Þróttur missir einnig tvo leikmenn í bann fyrir leikinn gegn Val á fimmtudag, þá Dusan Jaic vegna brottvísunar og Jens Elvar Sævarsson vegna 4 áminninga. Önnur lið missa einn leikmann í bann. Tryggvi Guðmundssson verður í banni hjá FH gegn Fram vegna brottvísunarinnar gegn Fylki. Ragnar Sigurðsson Fylki fær eins leiks bann vegna brottvísunar í sama leik þegar hann réðist að Tryggva sem hafði brotið illa á honum. Að lokum verður Fram án Þórhalls Dan Jóhannssonar í leiknum gegn FH. Þórhallur fékk eins leiks bann vegna brottvísunar í leiknum á móti Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×