Sport

Ralf snýr aftur eftir áreksturinn

Ralf Schumacher hjá Toyota-liðinu í formúlu eitt, ætlar að snúa aftur ótrauður eftir áreksturinn í Indianapolis, sem meðal annars varð til þess að keppnin snerist upp í skrípaleik. "Ég hef náð mér að fullu og hlakka til að keppa í Frakklandi. Magny-Cours er ekki uppáhalds brautin mín, en ég á góðar minningar frá Frakklandi, því þar vann ég einn af sex sigrum mínum til þessa á ferlinum," sagði Schumacher.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×