Tvær vikur í undirbúning 8. febrúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira