Brautryðjandi í breskum stjórnmálum 11. desember 2005 03:00 Valerie Amos barónessa hefur ákveðnar skoðanir á málefnum þróunarlandanna. Valerie Amos, barónessa og ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blair, var nýlega á Íslandi í boði forseta Íslands. Hún braut blað í sögu breskrar sögu þegar hún varð fyrst þeldökkra kvenna ráðherra, í ríkisstjórn Tony Blair, árið 2003. Steinar Kaldal ræddi við hana í breska sendiráðinu. Það var nokkuð kvíðinn blaðamaður sem bankaði á hurð breska sendiráðsins við Laufásveg enda ekki á hverjum degi sem ungur maður fær að tala við barónessu, sem auk þess er leiðtogi bresku ríkisstjórnarinnar í lávarðadeild breska þingsins. Hvernig ætti ég að ávarpa hana, hugsaði ég, þegar sendiherra Breta á Íslandi, Alp Mehmet, vísaði mér inn í testofu sendiráðsins þar sem frú Amos beið. Áhyggjur mínar voru óþarfar því viðmót Amos var afslappað og alþýðlegt. "How do you do, Baroness Amos," segi ég og fæ fallega kveðju á móti: "Hallo, very nice to meet you." Ég spyr hana fyrst um kynni hennar af Ólafi Ragnari Grímssyni, en eins og komið hefur fram bauð hann henni til landsins. "Ég kynntist Ólafi og Dorrit konunni hans árið 2001, þegar við vorum bæði gerð að heiðursdoktorum við háskólann í Manchester í Englandi," segir hún. Kurteisishjalinu lýkur og við færum okkur yfir í önnur mál.Milliríkjaviðskipti verða að vera sanngjarnari@Mynd -FoMed 6,5p CP:Valerie Amos ræðir við Alp Mehmet sendiherra Breta á Íslandi Breski sendiherrann útskýrði fyrir Valerie Amos hvernig þinghald á Íslandi gengur fyrir sig. Fréttablaðið/E.ÓlAmos var ráðherra þróunarmála árið 2003 og þekkir vel til málefna þróunarlandanna. Áhrif alþjóðavæðingar á þróunarlöndin eru tíðrædd og ég spyr ráðherrann hvaða skoðanir hún hafi í þeim málum. "Alþjóðavæðing er staðreynd sem þróunarlöndin sem og önnur lönd verða að glíma við. Alþjóðavæðingu fylgja mörg tækifæri en að sama skapi er það mikil áskorun að nýta þau á réttan hátt. Það er mín skoðun að hin þróuðu lönd heimsins geti stutt þróunarlöndin með því að skapa mun sanngjarnara kerfi í milliríkjaviðskiptum. Vettvangurinn til þeirrar sköpunar er Alþjóðaviðskiptastofnunin og þar verður að taka mark á skoðunum þróunarlandanna." Bretland brást skjótt viðÞegar ég spyr hana um mismunandi viðbrögð þjóða heims, annars vegar við jarðskjálftunum í Pakistan og hins vegar vði fellibylnum Katrínu sem gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna, segir hún að sein viðbrögð margra ríkra þjóða við beiðni pakistanskra stjórnvalda um aðstoð eigi ekki við um Bretland. "Viðbrögð þjóða við hörmungunum í Pakistan voru svo sannarlega mismunandi en ég er virkilega ánægð með viðbrögð bresku stjórnarinnar. Við vorum, held ég, fyrsta þjóðin sem sendi björgunarlið til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, eftir að jarðskjálftarnir riðu yfir. Í Bretlandi erum við hins vegar mjög meðvituð um að það þarf að bæta það hvernig þjóðir heims, í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, bregðast við hörmungum sem þessum. Það er hneyksli að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök þurfi að leita til ríkra þjóða eftir fjármagni þegar hörmungar skella á. Bresk stjórnvöld hafa hvatt til þess að mannúðararmur Sameinuðu þjóðanna búi yfir nægilegum fjármunum til að fást við hörmungar og þurfi ekki sífellt að kalla eftir fjármagni þegar náttúruhamfarir eða önnur áföll verða í veröldinni." Cameron er ekki ógnFréttir af kosningu nýs leiðtoga breska íhaldsflokksins, Davids Cameron, hafa verið áberandi seinustu daga og margir vilja meina að honum fylgi ferskur andblær inn í Íhaldsflokkinn sem hefur verið í lægð undanfarin ár. Valerie Amos er spurð hvort hún telji að kosning Camerons í leiðtogastólinn eigi eftir að ógna stöðu breska Verkamannaflokksins í Bretlandi og hvort henni finnist hann á einhvern hátt líkur Tony Blair, núverandi forsætisráðherra landsins, eins og haldið hefur verið fram. "Ég sé ekkert sem bendir til þess að David Cameron sé líkur Tony Blair, ef staða Cameron í breskum stjórnmálum í dag er borin saman við stöðu Tonys Blair þegar hann var að hasla sér völl. Blair var reyndur stjórnmálamaður, var búinn að vera lengi á þingi áður en hann varð leiðtogi Verkamannaflokksins og tók við hlutverkinu í kjölfar langrar þróunar í stefnumálum flokksins. David Cameron hefur einungis setið fjögur ár á þinginu og hefur litla reynslu í stjórnmálum. Íhaldsflokkurinn á einnig eftir að feta langan veg þróunar áður en hann getur sýnt fram á hvað hann hefur að bjóða bresku þjóðinni." Valerie Amos var á leiðinni í heimsókn í Alþingishús okkar Íslendinga og ekki gafst meiri tími fyrir spjall. Ég klára teið sem mér var fært og þakka bresku barónessunni fyrir samveruna. Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Valerie Amos, barónessa og ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blair, var nýlega á Íslandi í boði forseta Íslands. Hún braut blað í sögu breskrar sögu þegar hún varð fyrst þeldökkra kvenna ráðherra, í ríkisstjórn Tony Blair, árið 2003. Steinar Kaldal ræddi við hana í breska sendiráðinu. Það var nokkuð kvíðinn blaðamaður sem bankaði á hurð breska sendiráðsins við Laufásveg enda ekki á hverjum degi sem ungur maður fær að tala við barónessu, sem auk þess er leiðtogi bresku ríkisstjórnarinnar í lávarðadeild breska þingsins. Hvernig ætti ég að ávarpa hana, hugsaði ég, þegar sendiherra Breta á Íslandi, Alp Mehmet, vísaði mér inn í testofu sendiráðsins þar sem frú Amos beið. Áhyggjur mínar voru óþarfar því viðmót Amos var afslappað og alþýðlegt. "How do you do, Baroness Amos," segi ég og fæ fallega kveðju á móti: "Hallo, very nice to meet you." Ég spyr hana fyrst um kynni hennar af Ólafi Ragnari Grímssyni, en eins og komið hefur fram bauð hann henni til landsins. "Ég kynntist Ólafi og Dorrit konunni hans árið 2001, þegar við vorum bæði gerð að heiðursdoktorum við háskólann í Manchester í Englandi," segir hún. Kurteisishjalinu lýkur og við færum okkur yfir í önnur mál.Milliríkjaviðskipti verða að vera sanngjarnari@Mynd -FoMed 6,5p CP:Valerie Amos ræðir við Alp Mehmet sendiherra Breta á Íslandi Breski sendiherrann útskýrði fyrir Valerie Amos hvernig þinghald á Íslandi gengur fyrir sig. Fréttablaðið/E.ÓlAmos var ráðherra þróunarmála árið 2003 og þekkir vel til málefna þróunarlandanna. Áhrif alþjóðavæðingar á þróunarlöndin eru tíðrædd og ég spyr ráðherrann hvaða skoðanir hún hafi í þeim málum. "Alþjóðavæðing er staðreynd sem þróunarlöndin sem og önnur lönd verða að glíma við. Alþjóðavæðingu fylgja mörg tækifæri en að sama skapi er það mikil áskorun að nýta þau á réttan hátt. Það er mín skoðun að hin þróuðu lönd heimsins geti stutt þróunarlöndin með því að skapa mun sanngjarnara kerfi í milliríkjaviðskiptum. Vettvangurinn til þeirrar sköpunar er Alþjóðaviðskiptastofnunin og þar verður að taka mark á skoðunum þróunarlandanna." Bretland brást skjótt viðÞegar ég spyr hana um mismunandi viðbrögð þjóða heims, annars vegar við jarðskjálftunum í Pakistan og hins vegar vði fellibylnum Katrínu sem gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna, segir hún að sein viðbrögð margra ríkra þjóða við beiðni pakistanskra stjórnvalda um aðstoð eigi ekki við um Bretland. "Viðbrögð þjóða við hörmungunum í Pakistan voru svo sannarlega mismunandi en ég er virkilega ánægð með viðbrögð bresku stjórnarinnar. Við vorum, held ég, fyrsta þjóðin sem sendi björgunarlið til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, eftir að jarðskjálftarnir riðu yfir. Í Bretlandi erum við hins vegar mjög meðvituð um að það þarf að bæta það hvernig þjóðir heims, í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, bregðast við hörmungum sem þessum. Það er hneyksli að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök þurfi að leita til ríkra þjóða eftir fjármagni þegar hörmungar skella á. Bresk stjórnvöld hafa hvatt til þess að mannúðararmur Sameinuðu þjóðanna búi yfir nægilegum fjármunum til að fást við hörmungar og þurfi ekki sífellt að kalla eftir fjármagni þegar náttúruhamfarir eða önnur áföll verða í veröldinni." Cameron er ekki ógnFréttir af kosningu nýs leiðtoga breska íhaldsflokksins, Davids Cameron, hafa verið áberandi seinustu daga og margir vilja meina að honum fylgi ferskur andblær inn í Íhaldsflokkinn sem hefur verið í lægð undanfarin ár. Valerie Amos er spurð hvort hún telji að kosning Camerons í leiðtogastólinn eigi eftir að ógna stöðu breska Verkamannaflokksins í Bretlandi og hvort henni finnist hann á einhvern hátt líkur Tony Blair, núverandi forsætisráðherra landsins, eins og haldið hefur verið fram. "Ég sé ekkert sem bendir til þess að David Cameron sé líkur Tony Blair, ef staða Cameron í breskum stjórnmálum í dag er borin saman við stöðu Tonys Blair þegar hann var að hasla sér völl. Blair var reyndur stjórnmálamaður, var búinn að vera lengi á þingi áður en hann varð leiðtogi Verkamannaflokksins og tók við hlutverkinu í kjölfar langrar þróunar í stefnumálum flokksins. David Cameron hefur einungis setið fjögur ár á þinginu og hefur litla reynslu í stjórnmálum. Íhaldsflokkurinn á einnig eftir að feta langan veg þróunar áður en hann getur sýnt fram á hvað hann hefur að bjóða bresku þjóðinni." Valerie Amos var á leiðinni í heimsókn í Alþingishús okkar Íslendinga og ekki gafst meiri tími fyrir spjall. Ég klára teið sem mér var fært og þakka bresku barónessunni fyrir samveruna.
Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum