Haukastúlkur með gott tak á Keflavík 11. desember 2005 08:00 Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, hlær hérr með stúlkunum sínum. Hann var í banni í leiknum og fygldist með úr stúkunni. "Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur. Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
"Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur.
Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira