Jafntefli í kaflaskiptum leik 11. desember 2005 07:15 Arnar Jón Agnarsson lék ágætlega fyrir Fylki í gær. Hann skorar hér eitt þriggja marka sinna. Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira
Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira