Innlent

KEA og Þekking eignast meirihluta

Halldór Jóhannsson
Halldór Jóhannsson

Kaupfélag Eyfirðinga og Þekking hafa eignast meirihluta í upplýsingafyrirtækinu Stefnu á Akureyri. Stefna var alfarið í eigu níu starfsmanna fyrirtækisins en í kjölfar hlutafjáraukningar á KEA nú 45 prósent, Þekking 25 prósent og starfsmenn Stefnu 30 prósent.

Hvorki Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, né Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu, vilja gefa upp hversu miklir fjármunir liggja að baki eignarhluta KEA og Þekkingar í Stefnu. Fyrirtækið Stefna var stofnað í september 2003 og leggur áherslu á víðtæka þjónustu í upplýsingatækni og hugbúnaðarþróun á sviði veflausna en auk þess er fyrirtækið sölu- og umboðsaðili Opinna kerfa á Norðurlandi.

"Við höfum trú á að Stefna geti orðið öflugt hugbúnaðarhús með aðsetur á Akureyri. Í fyrir­tækinu hefur verið unnið að áhugaverðum þróunarverkefnum á hugbúnaðarsviði og markmið KEA með þessari fjárfestingu er meðal annars að efla þann þátt í starfsemi félagsins," segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×