Sport

Mikil spenna á botninum

Næst síðasta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður háð í dag. Leikirnir byrja klukkan 14. Viðureign Kelfavíkur og Fram verður í beinni útsendingu á Sýn en á meðan leikurinn fer fram verða sýnd atvik úr leikjum FH og Fylkis, og Þróttar og Grindavíkur. FH-ingar fá afhentan bikarinn í leikslok en FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn fyrr í sumar. Klukkan 17.30 verður þátturinn Landsbankamörkin á dagskrá og þar verða sýndar svipmyndir úr fyrrtöldum leikjum og auk þess úr leikjum ÍBV og ÍA, og KR og Vals. ÍA, Keflavík og KR berjast um þriðja sætið í deildinni sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppninni á næstu leiktíð ef Valsmenn, sem þegar eru öruggir með annað sætið, verða bikarmeistarar síðar í haust. Þróttur er þegar fallinn í 1. deild en fjögur önnur lið gætu fallið. Þegar tvær umferðir eru eftir hefur Grindavík 15 stig, Fram og ÍBV 17 og Fylkir 20.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×