Erlent

Handsprengju hent að Bush?

Bandaríska leyniþjónustan rannsakar nú hvort handsprengju hafi verið hent í átt að George Bush Bandaríkjaforseta þegar hann hélt ræði í Tíblisi, höfuðborg Georgíu í gær. Að sögn yfirvalda í Georgíu lenti hlutur, sem talið er að hafi verið handsprengja, aðeins þrjátíu metra frá forsetanum á meðan á ræðuhöldunum stóð. Ekki er enn vitað hvort um raunverulega handsprengju hafi verið að ræða en hluturinn lenti í áhorfanda og fór þaðan í jörðina en sprakk ekki. Bandaríska leyniþjónustan og alríkislögreglan munu í sameiningu rannsaka málið á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×