Erlent

Íranar herða baráttuna

Írönsk stjórnvöld verða að hefja auðgun úraníums á nýjan leik samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingmenn á íranska þinginu samþykktu einróma. Auðgað úraníum má nota til framleiðslu kjarnorkuvopna en Íranar segjast aðeins ætla að nota það til friðsamlegra nota. "Dauði yfir Bandaríkjunum," kölluðu einhverjir þingmannanna meðan á umræðum og atkvæðagreiðslu um tillöguna stóð. Bandaríkjamenn óttast að Íranar noti auðgað úraníum til að framleiða kjarnorkuvopn og þrýstir mjög á þá að hætta kjarnorkuáætlun sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×