Hrár og öflugur jeppi 16. nóvember 2004 00:01 Nú gefst tækifæri hér á landi til að eignast Tomcat jeppa sem eru sérsmíðaðir jeppar á Land Rover grunni eftir óskum kaupandans. Tomcat jeppinn varð til þegar þeir Andrew og Mark Browler í Bretlandi voru að fikta við að útbúa jeppa fyrir akstursíþróttir og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtæki sem framleiðir Tomcat jeppann. Um 700 slíkir bílar eru til í Bretlandi og er um helmingur þeirra nýttur sem einkabílar. Í grunninn eru þetta keppnisbílar en um leið léttir og öruggir. Innflytjendur jeppans á Íslandi segja hann henta vel til keppni hér á landi en einnig í jökla- og fjallaferðir. Hver og einn getur haft bílinn eins og hann vill því hann er settur saman og sérsmíðaður eftir pöntun, en grunnhugmyndin er hrár öflugur jeppi. Val er um ýmsar vélar og vélastærðir eða frá 2,5 - 2,8 túrbó dísil með millikæli. Einnig 3,5 - 5,2 l V8 bensín. Þá fást Tomcat jepparnir einnig án vélar og kassa fyrir þá sem hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Fjölmargir valmöguleikar á uppsetningu fjöðrunar gera Tomcat jeppann fjölhæfan og hentugan til notkunar við flestar aðstæður. Þannig getur jafnvel sami Tomcat jeppinn verið jöklatryllir á veturna og ósvikinn drullumallari eða jafnvel rallíbíll á sumrin. Allmargir þessara bíla eru notaðir daglega í almennri umferð og þykja hvort tveggja sprækir og hafa framúrskarandi aksturseiginleika. Þeir séu þannig í reynd fjölhæfir sportbílar fyrir allar árstíðir. Hver einstakur Tomcat jeppi er settur upp fyrir kaupandann með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar. Rekstraröryggi er tryggt með varahlutaþjónustu B&L en allir véla-, drif- og stýrishlutar eru upprunalegir Land Rover íhlutir. Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú gefst tækifæri hér á landi til að eignast Tomcat jeppa sem eru sérsmíðaðir jeppar á Land Rover grunni eftir óskum kaupandans. Tomcat jeppinn varð til þegar þeir Andrew og Mark Browler í Bretlandi voru að fikta við að útbúa jeppa fyrir akstursíþróttir og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtæki sem framleiðir Tomcat jeppann. Um 700 slíkir bílar eru til í Bretlandi og er um helmingur þeirra nýttur sem einkabílar. Í grunninn eru þetta keppnisbílar en um leið léttir og öruggir. Innflytjendur jeppans á Íslandi segja hann henta vel til keppni hér á landi en einnig í jökla- og fjallaferðir. Hver og einn getur haft bílinn eins og hann vill því hann er settur saman og sérsmíðaður eftir pöntun, en grunnhugmyndin er hrár öflugur jeppi. Val er um ýmsar vélar og vélastærðir eða frá 2,5 - 2,8 túrbó dísil með millikæli. Einnig 3,5 - 5,2 l V8 bensín. Þá fást Tomcat jepparnir einnig án vélar og kassa fyrir þá sem hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Fjölmargir valmöguleikar á uppsetningu fjöðrunar gera Tomcat jeppann fjölhæfan og hentugan til notkunar við flestar aðstæður. Þannig getur jafnvel sami Tomcat jeppinn verið jöklatryllir á veturna og ósvikinn drullumallari eða jafnvel rallíbíll á sumrin. Allmargir þessara bíla eru notaðir daglega í almennri umferð og þykja hvort tveggja sprækir og hafa framúrskarandi aksturseiginleika. Þeir séu þannig í reynd fjölhæfir sportbílar fyrir allar árstíðir. Hver einstakur Tomcat jeppi er settur upp fyrir kaupandann með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar. Rekstraröryggi er tryggt með varahlutaþjónustu B&L en allir véla-, drif- og stýrishlutar eru upprunalegir Land Rover íhlutir.
Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira