Erlent

Alnæmi vaxandi vandamál í Evrópu

Hlutfallsleg fjölgun HIV-smitaðra er meiri í löndum Evrópu en í Afríku þar sem búa 70% allra HIV smitaðra í heiminum. Alnæmi er yfirleitt tengt þróunarlöndum en vandamálið er vaxandi í Evópu með tilkomu nýrra aðildarlanda. 1,3 milljónir manna í Evrópusambandinu og nágrannalöndum eru smitaðar af HIV veirunni. Í fyrrum Sovétríkjunum sem gengu í Evrópusambandið í maí hefur tilfellum HIV smitaðra fjölgað um 50 % á síðustu átta árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×