Erlent

Utanríkisstefnan breytist ekki

"Forsetinn mun hvorki draga saman seglin né gefa eftir," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við The Financial Times. Þar lýsti hann utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta á næsta kjörtímabili. "Stefnan er framhald á grundvallarforsendum hans, stefnu og sannfæringu," bætti Powell við. Powell sagði að friður fyrir botni Miðjarðarhafs væri eitt af meginviðfangsefnum Bandaríkjastjórnar. Hugsanleg valdhafaskipti hjá Palestínumönnum vegna veikinda Arafats væru tækifæri sem Bandaríkjastjórn hygðist nýta til að koma friðarferlinu í gang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×