Erlent

Heilsu Arafats hrakar

Læknar Jassers Arafats segja að heilsu hans hafi enn hrakað í nótt og hann sé nú í djúpu dái. Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, fer fyrir leiðtogahópnum en eiginkona Arafats, Shua Arafat, er sem fyrr á móti því að þeir fái að hitta hann því hún grunar að þeir vilji grafa hann til lifandi til að komast til valda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×