Innlent

Mótmæla hækkun bifreiðagjalda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda mótmælir harðlega hækkun bifreiðagjalda um fjörutíu og fimm prósent umfram verðlagsþróun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að hækka bifreiðagjöld og er í frumvarpinu sagt að það sé í takt við verðlagsþróun. Runólfur Ólafsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er ekki allskostar sammála því. Hann segir gjaldið vera lagt á miðað við þyngd bifreiða og skilgreint sem eignarskattur. Það sé fáránlegt að miða skatt á eignum út frá þyngd þeirra og segir Runólfur að fólk myndi tæpast vilja að eignarskattur yrði rukkaður af því út frá mittismáli eða skóstærð. Runólfur segir að frá því gjaldið var fyrst lagt á með lögum árið 1988 hafi það hækkað um 43% umfram verðlagsþróun, nái hinar nýju tillögur fram að ganga. „Það er alveg með eindæmum að menn séu að hækka þessa liði á sama tíma og talað er um að nú sé lag til skattalækkunar,“ segir Runólfur.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×