Konur hverfa við hárblástur 5. júlí 2004 00:01 "Þetta eru málverk af sex merkiskonum," segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sem á föstudaginn opnaði allsérstaka sýningu í gallerí Klink og Bank. "Konurnar sem ég málaði eiga það sameiginlegt að vera afrekskonur og brautryðjendur á sínu sviði og með málverkunum birtast fróðleiksmolar um þær. Þessar konur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum en flestar þeirra hurfu af spjöldum sögunnar um áratugaskeið þrátt fyrir afrekin." Konurnar hverfa einnig á sýningu Jóhönnu. "Ég bætti efnum út í málninguna sem gerir það að verkum að litirnir dofna ýmist eða hverfa þegar hiti beinist að þeim. Við hlið myndanna hanga sex hárblásarar sem áhorfendur geta beint að verkunum og þeir verða þá um leið gerendur að hvarfi þessara kvenna." Með þessu vill Jóhanna benda á ábyrgðina sem allir hafa á því að halda á lofti nöfnum merkiskvenna. "Það er mjög auðveldlega hægt að þurrka þessar konur út og blása þeim burt," segir Jóhanna, "...og margar þeirra væru öllum gleymdar ef kvenréttindakonur síðari tíma hefðu ekki grafið þær upp." En þó að áhorfendur geti blásið í burtu málverk Jóhönnu birtast konurnar aftur. "Þetta eru kjarnakonur og styrkur þeirra og meðvitund fólks í samfélaginu hjálpar þeim að birtast aftur, bæði í sögunni og á málverkunum." Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þetta eru málverk af sex merkiskonum," segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sem á föstudaginn opnaði allsérstaka sýningu í gallerí Klink og Bank. "Konurnar sem ég málaði eiga það sameiginlegt að vera afrekskonur og brautryðjendur á sínu sviði og með málverkunum birtast fróðleiksmolar um þær. Þessar konur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum en flestar þeirra hurfu af spjöldum sögunnar um áratugaskeið þrátt fyrir afrekin." Konurnar hverfa einnig á sýningu Jóhönnu. "Ég bætti efnum út í málninguna sem gerir það að verkum að litirnir dofna ýmist eða hverfa þegar hiti beinist að þeim. Við hlið myndanna hanga sex hárblásarar sem áhorfendur geta beint að verkunum og þeir verða þá um leið gerendur að hvarfi þessara kvenna." Með þessu vill Jóhanna benda á ábyrgðina sem allir hafa á því að halda á lofti nöfnum merkiskvenna. "Það er mjög auðveldlega hægt að þurrka þessar konur út og blása þeim burt," segir Jóhanna, "...og margar þeirra væru öllum gleymdar ef kvenréttindakonur síðari tíma hefðu ekki grafið þær upp." En þó að áhorfendur geti blásið í burtu málverk Jóhönnu birtast konurnar aftur. "Þetta eru kjarnakonur og styrkur þeirra og meðvitund fólks í samfélaginu hjálpar þeim að birtast aftur, bæði í sögunni og á málverkunum."
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira