Upplifði ævintýrið í Aþenu 19. september 2004 00:01 "Þetta var bara æðislegt frá a til ö," segir Margrét R. Jónasdóttir, förðunarfræðingur hjá Mac, sem upplifði ævintýri lífs síns þegar hún var ráðin til að farða listafólkið sem kom fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu. "Í fyrsta lagi var svo gaman að upplifa hvað allir voru glaðir og jákvæðir, ekki síst Grikkirnir sjálfir, sem höfðu lagt allt í að gera leikana sem glæsilegasta. Og svo var ólýsanlega skemmtilegt að fá að vera þátttakandi í förðuninni og undirbúningnum fyrir opnunarhátíðina." Gríðarlegur hiti var í Aþenu þegar leikarnir voru haldnir og daginn sem opnunarhátíiðin var haldin keyrði um þverbak. "Ég skil núna af hverju fólk í heitum löndum tekur síestur," segir Margrét hlæjandi. "Við æfðum í marga daga fyrir hátíðina og aðaláherslan var á að samræma þannig að allir væru að gera eins. Það var ákveðið þema í gangi og það þurfti að æfa allt oft og mörgum sinnum. Þeir sem sáu um sjónvarpsupptökurnar komu daglega til að biðja um minna silfur, meira gull eða ný litbrigði og það var verið að breyta og bæta fram á síðustu stundu." Margrét segist ekki hafa farðað neina fræga í Grikklandi nema Grikkina sjálfa sem eru frægir í sínu heimalandi en minna annars staðar. "Ég sá ekki um förðun á Björk í Aþenu, en hlotnaðist hins vegar sá heiður að farða hana í síðustu viku fyrir nýjasta myndbandið hennar sem var tekið upp á Mýrdalssandi. Jú, hún er sú frægasta sem ég hef farðað," segir Margrét. "Hún er náttúrlega svo ofboðslega fræg þó okkur finnist hún alltaf vera bara stelpan okkar." Þeir hjá Mac í New York tókust á loft eftir að Margrét farðaði Björk og vildu vita allt um hvaða efni og liti hún notaði. "Þeir bíða spenntir og ég sagði auðvitað Björk að hún gæti fengið förðunarmeistara frá Mac hvar sem hún væri stödd í heiminum," segir Margrét og vonar að Björk muni nýta sér það. Atvinna Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Þetta var bara æðislegt frá a til ö," segir Margrét R. Jónasdóttir, förðunarfræðingur hjá Mac, sem upplifði ævintýri lífs síns þegar hún var ráðin til að farða listafólkið sem kom fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu. "Í fyrsta lagi var svo gaman að upplifa hvað allir voru glaðir og jákvæðir, ekki síst Grikkirnir sjálfir, sem höfðu lagt allt í að gera leikana sem glæsilegasta. Og svo var ólýsanlega skemmtilegt að fá að vera þátttakandi í förðuninni og undirbúningnum fyrir opnunarhátíðina." Gríðarlegur hiti var í Aþenu þegar leikarnir voru haldnir og daginn sem opnunarhátíiðin var haldin keyrði um þverbak. "Ég skil núna af hverju fólk í heitum löndum tekur síestur," segir Margrét hlæjandi. "Við æfðum í marga daga fyrir hátíðina og aðaláherslan var á að samræma þannig að allir væru að gera eins. Það var ákveðið þema í gangi og það þurfti að æfa allt oft og mörgum sinnum. Þeir sem sáu um sjónvarpsupptökurnar komu daglega til að biðja um minna silfur, meira gull eða ný litbrigði og það var verið að breyta og bæta fram á síðustu stundu." Margrét segist ekki hafa farðað neina fræga í Grikklandi nema Grikkina sjálfa sem eru frægir í sínu heimalandi en minna annars staðar. "Ég sá ekki um förðun á Björk í Aþenu, en hlotnaðist hins vegar sá heiður að farða hana í síðustu viku fyrir nýjasta myndbandið hennar sem var tekið upp á Mýrdalssandi. Jú, hún er sú frægasta sem ég hef farðað," segir Margrét. "Hún er náttúrlega svo ofboðslega fræg þó okkur finnist hún alltaf vera bara stelpan okkar." Þeir hjá Mac í New York tókust á loft eftir að Margrét farðaði Björk og vildu vita allt um hvaða efni og liti hún notaði. "Þeir bíða spenntir og ég sagði auðvitað Björk að hún gæti fengið förðunarmeistara frá Mac hvar sem hún væri stödd í heiminum," segir Margrét og vonar að Björk muni nýta sér það.
Atvinna Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira