Erlent

Hröklast úr starfi fréttastjóra

Einn þekktasti fréttamaður Ítalíu, sem er fréttastjóri á stærstu sjónvarpsstöðinni í eigu Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, var í gær rekinn. Fréttastofan hefur haft orð á sér fyrir að vera sú sjálfstæðasta af fjölmörgum fréttastofum í eigu Berlusconis og hefur brottreksturinn vakið mikla reiði, enda þykja mörgum ítök forsætisráðherrans ítalska í fjölmiðlum landsins allt of mikil. Ekki er langt síðan fréttastjóri annarrar fréttastofu í eigu Berlusconi sagði upp og lýsti því yfir að fréttastofan væri orðin eins og póstkassi fyrir forsætisráðherrann valdamikla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×